Stuðningurinn við sjálfsafneitunina

Mér blöskrar.

Það er til félag sem kallar sig "félag um foreldrajafnrétti" áður félag einstæðra feðra ef ég man rétt.

Þarna hópast inn m.a. feður sem telja sig vera sviptir sínum réttindum af ástæðulausu. Fullkominn félagsskapur fyrir þá sem eru í fulkominni afneitun.

Kannski eiga einhverjir um sárt að binda - eflaust. Konur geta verið jafn svakalegar og karlmenn.

En að maður sem er í fullkomnu sambandi við barn sitt og hefur það reglulega hjá sér sé að rífa sig á svona vef get ég ekki skilið. Þó svo hann geti ekki séð fyrir hvorki sér né barninu, heldur láti foreldrana um það.

Slíkt getur talist tímabundið - en í sumum tilfellum hefur sýnt sig að það er ekki tímabundið. Fólk hefur fortíð sem í flestum tilfellum má horfa á sem ákeðið lífsmunstur, sé ekkert að gert. En sumir sjá ekkert óeðlilegt við það að hrekja frá sér alla sem þykja vænt um viðkomandi með illsku, sjálfselsku, ofbeldi og leiðindum.

Síðan þegar viðkomandi er kominn út í horn vegna eigin hegðunar - þá er flótti. Heim til mömmu.

Ótrúlegt. 

Þegar ég átti í minni baráttu þá leitaðist ég eftir að fá lögregluupplýsingar. Það eru persónulegar upplýsingar sem ekki er auðvelt að fá. Samt lennti ég á náunga sem skoðaði málin í kjölinn og án þess að gefa neinar beinar upplýsingar (en hvatti mig til að fá dóm til að gera það) sagði hann að þessi aðili hefði ekkert með of rúma umgengni að gera miðað við þær upplýsingar sem lögreglan hefði.

En - halló. Hvernig virka lögin fyrir börnin okkar á Íslandi? Þau virka ekki.

Persónulega væri ég alsæl með ábyrgðarfullan og góðan föður. Enda eiga tvö barnanna minna slíkan og þar er samvinna. Tillit tekið til barnanna umfram allt.

Svo kemur það litla. Þar er barátta sem ég get ekki skilið. Enginn hefur heft umgengni. En maðurinn er ekki að sjá um barnið sjálfur heldur lætur aðra gera það. Það hefur aldrei verið gott samband við fyrrverandi maka, aldrei verið stapílt heimili, alltaf vesen - og er það enn. Hver verður framtíðin?

Nákvæmlega sú sama.

Þess vegna er um að gera að skrá sig í félag um foreldrajafnrétti og rífast og skammast, meðan mamma borgar reikningana. Eins og venjulega. Þar til næsti hringur verður tekinn sem kannski varir í tvö ár þar til allt fer upp í loft.

Fyrirgef - ég bíð ekki barninu mínu upp á annan hring - þessi eini sem við fengum var alveg nógu slæmur.

Komið gott.

En endilega að skrá sig í félag til að svala afneituninni.

Það hjálpar veikum örugglega veikum sálum.

En ekki börnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband