NEI - svona gerir maður ekki!

Hún er fimm ára lítil yndisleg telpa.

Lítil telpa sem því miður hefur þurft að ganga í gegn um ýmislegt. Vera tekin burt af heimili sínu vegna bræði föður - í þrígang.

Hef ekki gaman af því að standa í stríði, enda á ég önnur yndisleg börn með góðum og ábyrgum föður. Manni sem ég mundi aldrei setja útá, enda hefur hann engan vegin til þess unnið. Bara góður maður - góður faðir.

Hvað litlu telpuna mína varðar - þetta er komið gott. Í almáttugs bænum - hættu að láta hana þjást fyrir þina reiði. Hún hefur þurft að gera það nógu lengi.

Sú litla var í samningsbundinni umgengni hjá pabba sínum. Þar sem eldri systir hennar, sem hún elskar mjög, er að fara erlendis með sínum föður - þá spurði ég pabba þeirrar litlu hvort það væri möguleiki að þær gætu hist áður en sú eldri færi. Líka af því að ég - móðirin ætti afmæli.

Vissi samt ekki hvernig eða hvenær.

Hafði samband við hann í dag. Eiginlega vegna þess að ég þarf að henda ísskáp sem er upphaflega hans. Vildi formlegt leyfi. Sagði í leiðinni að ég vissi ekki hvernig morgundagurin yrði með eldri börnin.

Ég fékk ógeð í hausinn með það sama. Litlan mín búin að kaupa gjafir og pakka þeim inn. 

Að sjálfsögðu sagði ég að þá mundi hún auðvitað koma, ég mundu fá systur hennar til að fera til staðar. Við myndum þá gera eitthvað skemmtilegt. 

Ég talaði aldrei um Þetta við barnið.

En þegar faðirinn hringdi hingað - arfaillur - þá fékk ég að tala við þá litlu.

Hún tilkynnti mér það að hún væri að fara með pabba sínum til útlanda næsta sumar.

Ha?

Hann greip af henni símann og sagði að hann hefði talað um að fara með hana til Danmerkur eftir ár - í Legoland, tívólí og fleira.

Líkt og hann sagði henni að hann ætlaði að kaupa mótorhjól með hliðarvagni fyrir hana.

Núna sagði ég STOPP.

Hættu að tala um og vekja væntingar fimm ára barns á þennan hátt - það er ekki fallegt.

Þess utan treysti ég þér ekki til að fara með hana erlendis - hún fær ekki vegabréf nema að ég skrifi undir það.

Hvað gerðist!

Fyrst var mér hótað að hún fengi ekki að koma til mín með pakkana sína eins og henni var lofað.

Ég bað hann um að láta ekki sína reiði bitna á barninu.

Það næsta sem gerðist var að hann sagðist vera að koma með barnið. Núna strax. 

Ég gat ekki stoppað það - hann var mættur. Með litlu telpuna okkar. Settist inn í stofu og heimtaði að ég skýrði út fyrir barninu af hverju hann fengi ekki að fara með hana erlendis - eftir ár.

Sú litla var búin að fá að heyra það. Að ég ætlaði að koma í veg fyrir utanlandsferð og Tívolí með pabba sínum. Og nú var hann mættur til að beita barninu fyrir sér. Ég skyldi gjöra svo vel að útskýra fyrir fimm ára barni - af hverju ég væri ekki búin að samþykkja utanlandsferð sem var búið að tala um við hana (ekki mig) eftir ár.

Eldri dóttir mín átti ekki til orð. Var vitni að þessu öllu. Sú litla var dregin hér inn - og út aftur. Sjálf reyndi ég að gera lítið úr þessu. Tók barnið í fangið, brosti og sagði við hana - þegar hún sagði við mig að hún mundi breyta mér í frosk ef hún mætti ekki fara með pabba sínum, hvort hún vildi að ég yrði grænn eða bleikur froskur.

Þetta er ein hlið af andlegu ofbeldi.

Að koma æðandi með lítið barn og beita því fyrir sig. 

Og í hvaða þágu - barnsins?

Nei - örugglega ekki.

Svona gerir maður ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þvílíkt og annað eins hef ég aldrei heyrt og hef þó séð og heyrt ýmislegt.  Geturðu ekki reynt að taka umgengnina af föðurnum, hann er greinilega ekki hæfur til að umgangast börn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2011 kl. 10:34

2 Smámynd: Skúmaskot tilverunnar

Þar er ég svo innilega sammála. En lögin í þessu landi virka illa í þágu barna - það kerfi hef ég barist við linnulaust í rúmt ár.

Skúmaskot tilverunnar, 10.7.2011 kl. 21:06

3 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Á ekki til einasta orð..Er aldrei komið nóg. Ömurlegur og aumingja stelpan að ÞURFA að vera hjá honum...Ekki gott fyrir mömmuhjarað þitt heldur að vita hvaða rugl er í gangi og að hún sé alltaf a´milli... Knús til þín :*

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 11.7.2011 kl. 07:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta kerfi er víst ekki hannað fyrir börn né fólk sem hefur villst af leið, það gleymdist að gera ráð fyrir Hjartamálaráðuneyti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband