Kær vinkona

Hef að undanförnu verið að fá skelfilegar fréttir.

Kær vinkona sem ég kynntist vegna þess að við vorum og erum í svipaðri baráttu, var flutt nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ónæmiskerfið var hrunið - sjálfsagt vegna andlegs álags. Læknarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð í langan tíma. En vonandi stendur það allt til bóta.

Við höfum oft spjallað saman. Um þau mál sem við höfum farið í gegnum. Hversu keimlík þau eru. 

Þessi yndislega ljúfa kona er niðurbrotin. Hún er í bænum mínum núna.

Hún hefur sem betur fer kærleiksríkt fólk í kringum sig. Aðstoð og umhyggju. Fólk sem skilur ástandið. Ég veit að hún mun ná sér og öðlast kraft aftur. Þessi kraftmikla, gáfaða og fjölhæfa kona.

Þessi kona hefur líkt og ég barist við kerfi sem ekki virkar. Tekið svipuð spor. Án mikils árangurs.

Er í felum með börnin sín og fjölskyldu - þar sem kerfið bregst þeim.

Vegna þess að menn sem geta sýnt af sér ótúlegar hliðar gagnvart konum og börnum, geta verið ótrúlega sjarmerandi og sannfærandi útávið. Og hafa oftast allan stuðning sinnar eigin fjölskyldu.

Englum líkir útávið.

En mæðurnar sem vita betur. Hafa búið við ástand sem ekki er boðlegt. Þekkja viðkomandi - þeim er ekki trúað.

Samt berjast þessar mæður fram í rauðan dauðann. Fyrir því sem þeim er kærast. Börnunum sínum.

Og hver hlustar?

Enginn.

Enginn af þeim sem hefur virkileg völd til að afstýra hættunni og binda endi á þjáningar - ekki bara barnanna heldur þeirra sem elska þau mest.

Ég bið Guð að vernda vinkonu mína og koma henni aftur til heilsu. Kannast vel við það hversu erfitt það er að standa í lappirnar undir svona álagi.

Það skrýtna er að dómsvaldið t.d. ætlast til að við séum tilfinningalaus. Getum gengið í gegnum svona erfiðleika brosandi og án þess að nokkuð fari úr skorðum. Annars erum við komnar á óhæfilistann. Mögulega.

Í lögum er ekkert til sem heitir mannlegar tilfinningar, álag, niðurbrot.

Það gerir þeim auðveldara sem í raun hafa ekki mannlegar tilfinningar. Því þannig fólk brotnar síður niður. Getur haldið áfram í það óendanlega á tilfinningaleysi sínu. Það er þeirra sterkasta vopn gagnvart þeim sem bera ást í brjósti og hafa tilfinningar.

Og þeir vita það.

Þeir spila á það.

Það er með ólíkindum að menntað fólk eins og sálfræðingar - sjái ekki það augljósa. Enda eiga þeir að dæma um fólk sem það þekkir ekki neitt á ótrúlega skömmum tíma. Skila svo frá sér sálfræðimati fyrir dóm sem byggir í raun ekki á neinni þekkingu um fólkið sjálft. Og það er tekið fram yfir þá sem vita betur.

Hvernig getur sálfræðingur eða félagsfræðingur fengið barn til að treysta sér eftir einn til tvo viðtalstíma?

Og ef barnið segir eitthvað - þá er því jafnvel ekki trúað. Eða sannanir ekki nægar til að hægt sé að taka það trúanlegt.

Þetta er í raun níðingsskapur á litlum börnum. Að gefa þeim ekki allan vafa. Vernda þau ekki fyrir því sem þau hræðast. Á grundvelli ónægra sannanna.

Börnin ættu alltaf að njóta vafans.

Öðruvísi réttarkerfi er bara ekki að virka.

Þessi pistill er skrifaður fyrir mína kæru vinkonu. Ég bið ykkur og Guð að hugsa til hennar.

Vona að ég komi ekki til með að brotna á þennan hátt - en hversu lengi er hægt að berjast án þess að brotna?

Mínar bænir eru til þín kæra vinkona.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

ÉG ætla að hugsa til ykkar beggja og biðja fyrir þér og vinkonunni ...EKKI GEFAST UPP !!! En vá hvað þið eruð og þurfið að vera sterkar til að halda þetta út ... Knús fra´mér

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 4.8.2011 kl. 12:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að í þessar nefndir og ráð, og svo barnaverndanefndir á vegum ríkisins eru mest klíkuráðnar ekki hæfasta fólkið heldur þeir sem eru á spenanum á hverjum stað fyrir sig, því miður.  Þó ég geti ekki kvartað yfir þeim í mínum málum, þá sé ég alveg hvað er að gerast á alltof mörgum stöðum.  Megi allir góðir vættir vaka með henni og vernda, ég mun hugsa fallega til hennar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband