Ég er "bara" mamma og hef engan rétt.

Í okkar veröld hafa yfirvöld allan rétt yfir börnunum okkar. Ekki við mæðurnar, jafnvel þó svo við höfum forsjá barnanna og berum þær skyldur að verja þau fyrir alls kyns ofbeldi og virðingarleysi samkvæmt barnalögum.

Mitt litla barn hefur verið duglegt og tekið því sem taka þarf. Samkvæmt lögum.

Því hennar orð gilda lítið.

Eitthvað meira en venjulega hefur samt komið upp nýlega. Barnið fór að tjá sig um að það væri öskrað á hana og kýlt í hana af föður sínum.

Með mína vitneskju tók ég að sjálfsögðu barnið trúanlegt. Og hún sagði þetta fleirum.

Ég tók þá ákvörðun að láta hana ekki frá mér að svo stöddu.

En einn daginn kom faðir hennar, ruddist inn og tók barnið grátandi í burtu.

Lögregla og barnavernd gátu ekkert gert að svo stöddu. En báðum aðilum var brugðið. Fengu engu að síður ekki heimild til að ná í barnið þann daginn. Ákveðið ferli yrði að eiga sér stað.

Mér fannst ég hafa brugðist telpunni minni. Hef reynt að nálgast hana áður en er borin ofurliði - veit það vel.

Það er ekki eins og ég eigi í baráttu við föðurfólkið. Er bara að verja hagsmuni barnsins og taka tillit til hennar. Það líta það ekki allir sömu augum.

En það var vitni að þessum aðförum og ef yfirvöld hundsa svona uppákomur (sem er ekki í fyrsta skipti) þá er verulega eitthvað að.

Ég hef tuldrað Æðruleysisbænina síðan þetta gerðist - því miður er það ekki alveg að virka.

Sem móðir get ég lítið gert vegna þess að ég hef ekki næga krafta til að yfirbuga föður hennar. 

Ég þarf að bíða eftir yfirvöldum. 

Enda vil ég ekki særa barnið mitt með því að þurfa að horfa á svona illindi trekk í trekk. Tek ekki þátt í svona ofbeldi.

Föðurfólkið má eiga það við sig hvernig framkoman er gagnvart barninu. Bara til að sýna vald sitt og stjórn.

Í þágu barnsins?

Vissulega ekki.

Ég bið Guð að passa litla barnið mitt uns þessu líkur. Ef þessu líkur þá einhverntíma - því það er ekki á mínu valdi. Það er orðið augljóst.

Samkvæmt lögum ber mér að vernda hana - en samkvæmt sömu lögum fæ ég ekki aðstoð til þess.

Hér er pottur brotinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elsku hjartað mitt hve þetta er sárt og svo líka rosalega asnalegt hvernig staðið er að þessum málum virðist vera.  Vonandi fer þetta að lagast og stjórnvöld að grípa inn í þetta ferli.   Knús og kram, og þú ert ekki að bregðast það er kerfið sem gerir það, hafðu það hugfast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband