Það verður að segjast, því miður - að það eru konur í þjóðfélaginu sem mega búa við allskyns leiðindi og mannskemmandi hegðun. Oftast frá maka sínum.
Verra er að sumar láta sig hafa það.
Úff.
Skilnaður frá makanum er alls ekki ávísun á að öll leiðindi séu þar með búin. Því er nú verr. Sumir menn eru svo stjórnlausir og hamslausir í samskiptum að það er ekki hægt að eiga við þá nauðsynleg orðaskipti t.d. um sameiginlegt barn. Þá er nú fokið í flest skjól.
Þetta er að vísu staðreynd sem ég geri mér alveg grein fyrir hvað varðar mín samskipti við barnsföður. Það er þess vegna sem ég hef þau sem minnst og helst skrifleg. Í formi sms - annað stendur ekki til boða. Ef ég hringi, þá er öskrað og skellt á.
Annað. Yfirleitt segi ég ekkert nema vera með hlutina alveg á hreinu - helst staðfesta skriflega. Mín orð eru nefninlega bara innihaldslaust píp - sama um hvað ræðir.
Um daginn fór ég og sótti barnið til föður síns. Í herbergi þeirra feðgina var að venju allt á tjá og tundri. Ekki get ég nú sagt að óreiða eða leikföng út um allt fari fyrir brjóstið á mér. Alls ekki.
En það fór fyrir brjóstið á mér að allavega fjórðungur aðstöðunnar var undirlagður af líkamsræktartækjum. Þar á meðal bekkpressu með þungum lóðum og fleiri lóð liggjandi á gólfinu.
Svona tæki eru að mínu mati fremur hættuleg litlum börnum og ættu ekki að vera í vistarverum þeirra. Ákvað nú samt að segja ekki neitt að svo stöddu.
Ég lýsti áhyggjum mínum og aðstæðum fyrir einstakling sem hefur unnið að slysavörnum barna í mörg ár. Ég fékk þau svör að þessi tæki væru stórhættuleg og orðið hefðu alvarleg slys á börnum þegar þau væru annarsvegar. Þessi tæki áttu ekki heima í vistarverum barna.
Þar sem ég ber öryggi barns míns fyrir brjósti sendi ég föður sms um þessa staðreynd. Einnig það að þetta væru ekki mín orð, heldur fengin frá sérfræðingi.
Skömmu seinna hringdi síminn.
Jú jú - hann gæti svosem alveg tekið niður tækin meðan barnið væri þarna. Einmitt, hugsaði ég. Talandi um orðin tóm. Svo ég spurði hvernig ég gæti verið viss um að því yrði framfylgt.
Þá að sjálfsögðu byrjuðu öskrin. Barnið væri í hans umsjón þessa daga og kæmi mér ekki við. Yrði sótt hvort sem tækin væru ennþá til staðar eða ekki. Nokkur öskur í viðbót og síðan skellt á.
"Einmitt" hugsaði ég. Talandi dæmi um það þegar ekki á að standa við orð sín. Maður hefur nú lært hvað er hvað og ekki hvað í sambandi við þennan ljúflingsgaur.
Þar sem ég get ekki sent manninum póst þá neyddist ég til að pósta á föður hans svarinu sem ég fékk vegna þess óöryggis sem þessi tæki hafa í för með sér þegar barn er annars vegar. Taldi það líka rétt þar sem húsnæðið sem barnið dvelur í þessa daga er að hluta í hans eigu.
Hringdi svo í föðurinn (sem ég geri nánast aldrei nema í brýnni neyð) til að segja frá þessu og að ég vildi að allt væri komið í horf þegar barnið kæmi næst.
Hefði ég getað fokið af stólnum sem ég sat á vegna hvassviðris í símtólinu, væri sjálfsagt far á veggnum.
"PASSAÐU ÞIG BARA" öskraði tólið. "Hættu svo að hringja hingað og senda sms - helvítis hóran þín".
Skellt á.
Þannig voru öryggismál barnsins rædd.
Eins gott að það þurfti ekki að ræða eitthvað "svakalegt" eins og peningamál. Enda veit ég að slíkt er ekki hægt.
Svo verður maður víst að bíða í von og óvon um hvað hinir meðvirku föðurforeldrar gera.
Vona innilega að einhver af heimilisfólkinu hafi öryggi barnsins í fyrirrúmi.
En hvað veit ég.
Ekki eins og amma og afi barnsins ræði við mig um málin. Það er víst þeirra háttur til að vera "hlutlaus". Að leyfa þessu að viðgangast. Öllu sem yfir mig er hellt.
Þrátt fyrir að barnið búi í þeirra húsnæði góðan part mánaðarins ásamt öðru.
Þvílíkt hlutleysi.
Athugasemdir
ÚFFFF.......... Say No More !
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 21.6.2011 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.