Í gær var ég að leyta að plaggi, sem ég auðvitað ekki fann. Alveg dæmigert þegar manni vantar eitthvað og telur sig vera vissan um hvar á að leita.
Ég fann hinsvegar annað. Bréf sem ritað var til dómara af lögfræðingi.
Ég settist niður og las. Fékk tár í augun.
Bréfið varðaði kröfu um afhendigu barns.
"Þess er hér með krafist að ofangreint barn verði afhent móður sinni tafarlaust......."
"Í síðustu viku óskaði móðir eftir að faðir tæki barnið vegna jarðarfarar föður síns til viðbótar við reglulega umgengni....."
"Þegar skila átti barninu neitaði faðir og hefur frá þeim tíma haldið barninu frá móður sinni sem þó hefur reynt að nálgast það án árangurs. Frá þeim tíma hefur maðurinn hvorki leyft móðurinni að hitta barnið né ræða við það í síma."
"Barnið serm er aðeins 3ja ára gamalt hefur verið hjá móður sinni frá fæðingu og er því hiklaust haldið fram að maðurinn geti valdið barninu varanlegum skaða með aðgerðum sínum....."
Ég sat um stund með bréfið í fanginu. Verð að viðurkenna að munnvikin titruðu lítið eitt. Mundi svo vel daginn sem ég bar föður minn út úr kirkjunni. Mann sem ég dýrkaði og dáði. Fór dofin heim - ein. Grét.
Síðustu orðin sem faðir minn sagði við mig á dánarbeðinu voru " Ég elska þig líka".
Harkaði af mér tveim dögum síðar. Átt von á barninu mínu heim. En - það kom ekki. Ég fengi það ekki án þess að skrifa undir kröfur föðurins. Kröfur sem ég ekki gat sætt mig við.
Heimurinn sem var brotinn fyrir hrundi alveg.
Fékk ekki að nálgast barnið. Heyra í því.
Svona liðu vikur þar til mér var loks leyft að tala við það í síma.
"Mamma - hvenær batnar þér".
Þetta ástand varði í rúmar þrjár vikur uns dómur greip þarna inní.
Lengstu og verstu þrjár vikur ævinnar.
Að mínu mati ofbeldi.
Gagnvart saklausu barni.
Og mér.
Einungis vegna stjórnsemi. Sumir svífast einskis til að fá sínu framgengt. Sjá ekki einu sinni neitt athugavert við svona framkomu.
Það get ég aldrei skilið.
En kröfunum fékk hann ekki framgengt. Því þarna tók ég bestu ákvörðun lífs míns.
Enginn, aldrei, kæmist upp með að brjóta mig undir vilja sinn.
Og þar við stendur.
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 18:47
úfff...Varð máttlaus við að les þetta - ÞÚ ERT sterk og kjarkmikil og haltu áfram því sem þú ert að gera og það kemur að því fyrr en seinna það sem þig langar að gera :) Styð þig í því! You Go Girl :Þ
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:38
Í dag nýt ég þess að skrifa um allt sem ég hef lært af lífinu. Safna því saman og leyfa öðrum að njóta - ef þeir vilja.
Skúmaskot tilverunnar, 5.6.2011 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.