Hver er ég?

Ég er kona.

Ég trúi á Guð og kærleikann í lífinu.

Ég hef upplifað margt. Lífsins skóli getur verið fagur og líka óvæginn, jafnvel illur.

Ég hef gert mistök.

Ég hef líka reynt mitt besta.

Ég kýs að læra af lífinu og þeirri reynslu sem það bíður uppá.

Ég hef verið bitur og reið. En lært að það er betra að vera án þessara tilfinninga.

Ég elska að skrifa.

Ég hef mikla lífsreynslu í bakpokanum og hún nægir í óteljandi sögur.

Ég kýs samt að láta lítið fyrir mér fara.

Ég vil ekki særa neinn.

Ég vildi samt getað megnað að vekja einhvern til umhugsunar.

Ég stjórna samt bara mér og mínu lífi - ekki annarra.

Ég vona að þið njótið skrifa minna og látið mig þá vita.

Ég mun þá halda áfram að deila minni reynslu og annarra.

Ég get líka þagað ef þið kjósið það frekar.

Ég bið Guð að blessa ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þú átt ekkert að þegja, heldur skrifa eins og´þig langar til, það er svo okkar að velja hvort við lesum, ekki láta þá sem býsnast yfir skrifum þínum (ef þeir verða einvherjir) draga úr þér kjarkinn

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband