Kannski maður svissi í bestu vinkonuna

Ég er rík manneskja. Ekki af efnahagslegum auð heldur góðu fólki. Gott fólk er dýrmætt í lífi hvers og eins.

Vissulega er gott fólk ekki fullkomið, getur gert mistök. En maður þekkir mistök þeirra góðu í lífi manns. Þar er enginn illvilji á ferð. Manneskjan er jafn hjartahlý og alltaf.

En það er til önnur tegund af fólki. Fólki sem maður reynir að sneiða hjá af bestu getu. Þetta fólk gerir ekki mistök. Það framkvæmir ósiðlega hluti fullkomlega meðvitað um gjörninginn. Og mun halda áfram að gera ósiðlega hluti. Án samvisku. Sama um tilfinningar annarra. Skítsama.

Um daginn hitti ég vinkonu mína. Við höfðum ákveðið að kíkja aðeins út. 

Við hittumst niðri í bæ. Vinur hennar hafði boðið henni út að borða. Það var svosem ekkert á milli þeirra - ekki af hennar hálfu. En ég geri ráð fyrir að vinurinn hafi nú ætlað sér eitthvað.

Við sátum þrjú á kaffihúsi og spjölluðum. Vinurinn gerði í því að sýna á sér sjarmahlið - okkur báðum.

Bauð okkur á tónleika. Rigsaði með okkur að stað þar sem hann var greinilega góðkunnugur og kynnti okkur sem "konurnar í lífi sínu".

Shit hugsaði ég. Sannur Charlie Sheen wannaby. Án nokkurrar innistæðu. Enda dvergvaxinn í krumpuðum jakka frá 1980. Grásprengt hárið ritjulegt og sítt að aftan. Ekki sjarmerandi á nokkurn hátt.

Hann bauð okkur drykk. Við þáðum það en það voru farnar að renna á okkur tvær grímur um þennan félagsskap. Maðurinn reyndi af fremsta megni að úða yfir okkur ágæti sínu með fullmikilli sýndarmennsku. Engin innistæða.

Vinkona mín skrapp frá. Dvergurinn hallaði sér fram á borðið og leit í augun á mér.

"Mikið ofboðslega ertu falleg" sagði hann og brosti skökku brosi. Gott ef hann deplaði ekki augunum.

Er mannannskotinn að reyna við mig hugsaði ég. 

Ég þekki svona týpur. 

Ömurlegri karakterar fyrirfinnast varla að mínu mati.

Ég afsakaði mig og stóð upp. Hitti vinkonu mína í andyrinu og sagði henni frá samskiptum okkar. Ég gæti ekki hugsað mér að eyða öðrum fimm mínútum með þessari dvergsubbu.

Hún var mér fullkomlega sammála. Fór inn og kvaddi. Hugnaðist ekki svona félagsskapur frekar en ég.

Restin af kvöldinu var ljúf. Gott kvöld í góðum félagsskap. Eðlilegum, heilbrigðum félagsskap.

Daginn eftir fékk ég vinabeiðni frá dvergnum á facebook.

Ég lokaði pent á þetta fyrirbæri sem greinilega heldur að hann væri guðsgjöf til kvenna.

How low can you go.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Góðar vinkonur eru sko betri en gull sem glóir.... gott að þið kvödduð spóann ;)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 1.6.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband