Tálsýn

Tálsýn

Horfi út í myrkið

veit vel hvað ég vil

Að það sem ég hafði

væri í raun til

Að þú hafir blekkt mig

það aldrei ég skil

 

Orðin svo fögur

og augun svo blíð

snertingar mjúkar

það var góð tíð

ég horfi til baka

og tek því sem níð

 

Því frá mínum dyrum

var þetta sönn ást

ég allt vildi gefa

en dómgreind mín brást

því sá sem ég elskaði var aldrei til.

einungis draumsýn

sem gleyma ég vil

 

Hvað varð um manninn

sem ég elskaði heitt

sem gaf mér svo margt

en í raun ekki neitt

engin mun framar

geta mig meitt

 

Því frá mínum dyrum

var þetta sönn ást

ég allt vildi gefa

en dómgreind mín brást

því sá sem ég elskaði var aldrei til.

einungis draumsýn

sem gleyma ég vil.

 

Tálsýn sem aldrei var sönn.

Tálsýn sem aldrei var sönn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband