Ég kynnstist einu sinni manni. Auðvitað hef ég kynnst þeim nokkrum, en þessi hafði sérstaka hæfileika.
Reyndar tvo.
Hann gat hallað sér fram og horft í augu mér eins og ekkert annað væri til. Þetta hlýtur að hafa tekið margra ára þjálfun, því seinna sá ég svo margt annað úr þessum augum - sem var alls ekki fallegt.
Hitt voru gullhamrarnir. Vá hvað þeir gátu flotið auðveldlega. Sannfærandi.
"Elskan. Ég man þegar ég sá þig einhverntíma á Laugarveginum. Þú tókst ekkert eftir mér. Þú varst svo falleg, kasólétt. Ég var svo svo afbrýðisamur. Afhverju varstu ekki konan mín? Afhverju var þetta ekki barnið mitt".
Vá - en ég þekkti hann bara þegar hann var unglingur. Aldrei datt mér til hugar að árum seinna horfði hann á mig með þessu hugarfari. Hann hlýtur að hafa verið svona ofboðslega hrifinn allan tímann.
Sællegt blikk - orðin virkuðu.
" Og núna ástin mín mun ég gera allt - allt til að missa þig ekki. Þú ert sú eina. Aleina".
"Og hvað þú ert falleg - það allra fallegasta".
Vá hvað þetta var að virka. Þar til það virkaði ekki lengur.
Augnaráðið breyttist úr ást yfir í reiðilegan trylling.
Seinna fékk ég sms " Fuck off".
Ég kynntist konu sem hafði lent í svipuðu. Eftir mér. Sami maður.
Tæknin eins.
"Þú ert svo falleg - það fallegasta sem ég hef séð".
Sömu endalok.
"Fuck off"
Vá - í hvaða skóla er þetta kennt?
Sjarmöraskóla fyrir þá sem vilja baða sig í kvenfólki?
Þessi dúxaði.
En gleymdi að læra um sanna ást og hamingju.
Það var ekki kennt í þessum skóla.
Athugasemdir
Afar athyglisverð bloggsíða hér í gangi. Takk kærlega fyrir vinarbeiðnina, og þar með ábendinguna um bloggið þitt.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2011 kl. 22:57
Takk :)
Skúmaskot tilverunnar, 31.5.2011 kl. 01:11
Einmitt...Ekki sá eini sem þetta hefur mælt og virkar þangað til... Fuck off...úffffff.... hvenær á maður að leyfa sér að trúa því sem við mann er sagt ;) Bara spyr :)
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 31.5.2011 kl. 19:19
Held maður verði að horfa í merkin sem eru vissulega til staðar :)
Skúmaskot tilverunnar, 31.5.2011 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.