Hjálp mamma!

" Halló, halló - ert þetta þú elskan, það er svolítið slæmt sambandið".

"Já mamma"

"Hvernig gengur vinur, allt gott að frétta af barninu?"

"Mamma - veistu ég bara get þetta ekki lengur. Ég verð að komast heim. Ástandið er orðið svo slæmt."

"Hvað meinarðu vinur. Það er nú ekki svo auðvelt að fara að því."

"Það er bara allt ómögulegt. Konan talar illa um mig og allri fjölskyldunni er uppsigað gegn mér. Það er ekkert hægt að lifa við svona."

"Ég sagði þér nú alltaf að þú ættir ekki að giftast þessari konu. En hvað verður þá um blessað barnið - það er svo lítið og..."

"Svo er hún farin að drekka meira, hún bara fæst ekki til þess að hætta. Þessi fjölskylda flýtur öll í áfengi."

"Það má hún bara ekki vinur. Hún veit nú hvað þú ert búinn að gagna í gegnum. Þetta auðvitað gengur ekki, bölvuð vitleysa er þetta."

"Ég get fengið part af gámi með öðrum sem er að flytja heim, en ég á bara ekki fyrir því. En ég missi vitið ef ég er hérna mikið lengur. Þú verður að hjálpa mér mamma".

"Auðvita elskan. Ég búin að segja þér að þetta gengi aldrei upp. Þetta er ekkert sérlega góð kona þó svo að honum pabba þínum finnist hún hreint ágæt. Hún kann enga mannasiði."

"Æ takk mamma, ég vissi að þú myndir skilja mig."

"Auðvitað elskan, ég tek bara til gamla herbergið þitt aftur. Við getum þá haldið uppá fertugsafmælið þitt hérna heima á Ísland. Segðu mér bara hvað ég á að leggja mikið inn hjá þér svo þú getir keypt flugfar og komið dótinu þínu heim drengurinn minn."

"Já".

"En þú verður að hætta þessum vitleysisgangi með kvenfólk. Þú veist að það skilur þig enginn eins og ég vinurinn minn. Og vera ekki að æða þetta til útlanda svo ég geti passað uppá þig."

"Já mamma - ég veit þú hafðir rétt fyrir þér. Þú ert alltaf best."

"Jæja vinur. Ég skal sjá um þetta. Útbý herbergið þitt og undirbý fertugsafmælið vinurinn minn. Svo kannski getum við skroppið  til Parísar með vorinu. Bara við tvö".

"Já mamma. Ég hringi á morgun og læt þig fá upplýsingar um kostnað".

"Gerðu það vinur. Ég tala við pabba þinn. Hann verður eflaust ekkert ánægður, en hann hefur bara ekkert um málið að segja."

"Oh mamma - þú ert eina konan sem skilur mig."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband