Hún : Eigum við þá frekar að fá okkur hund en að eignast barn?
Hann : Tja, eigum við ekki fullt af börnum samanlagt.
Hún: Jú, en ekki saman.
Hann: Já en elskan, þurfum við fleiri börn? Ég á þrjú og þú tvö. Er það ekki ágætt.
Hún: Við þurfum líka stærri íbúð.
Hann: Mér líst ekkert illa á hund.
Hún: Eigum við að gifta okkur í þessari kirkju?
Hann: Ah - er ekki gifting bara ávísun á skilnað?
Hún: Ferlega ertu neikvæður.
Hann: Ég ætlaði nú ekki að vera það elskan, en er þetta ekki bara ágætt eins og það er?
Hún: Oh - þú ert svo órómantískur.
Hann: Elskan mín, það var ekki ætlunin. Þú veist að ég elska þig.
Hún: Já - einmitt. Ég er svo að trúa því.
Á þessum tímapunkti var ég komin heim og fór útúr bílnum. Fegin að losna undan þessum samræðum.
Fór inn, háttaði og skreið uppí rúm.
Hugsaði í svefnrofunum - hvað er ást eiginlega? Svona karp?
Strauk yfir kollinn á hundinum mínum.
Nei fjandakornið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.