Herra Casanova

Ég var einu sinni í sambandi með manni. Sá taldi sig örugglega vera sjálfan Casanova, svei mér þá.

Eiginlega get ég ekki sagt að mér finnist það beint "turn on" að hlusta á karlmenn raupa um fyrri kynlífsreynslur. Frekar þvert á móti. 

Herra Casanova var iðinn við uppfræðsluna á ágæti sjálfs síns í rúminu með öðrum konum. Hversu ofboðslega vinsæll hann væri meðal kvenþjóðarinnar. Það hefðu alltaf verið einhverjar "kellingar".

Þegar hann var ungur var það fröken X - með stóru brjóstin. Ósköp venjuleg en hann hafði gaman af að "humpa henni" í svona mánuð. Þá skipti hann yfir í bestu vinkonuna. Sætt - hugsaði ég.

Og flotta daman sem hann skreið uppí rúm hjá í einhverju partýinu. Þó svo kærastinn hennar væri sofandi annarsstaðar í húsinu. Auðvitað gat hún ekki staðist hann og innan skamms var allt komið á fullt. Vá - hugsaði ég. Frábær karakter á sínum yngri árum greinilega.

Nú - eða þegar hann var með tveim gleðikonum í einu. Á einhverju ferðalagi. Ég spurði hann ekki hvort hann hefði borgað fyrir greiðann.

Já - hann hafði sko prófað allt, það mátti ég vita. Allar tegundir, alla liti. Hvítar, svartar, brúnar, gular og grænar.

Þurfti ekki annað en að grípa um rassin á þeim og þær voru húkkt.

Casanova var hrifinn af klámi (eðlilega) og það var greinilegt að frammistaða hans var oft lituð af einhverju sem maður sér í klámmyndum. Kannski var þetta svolítið spennandi fyrst, en síðan fór það að verða leiðigjarnt.

Hvað með að njóta ásta? Fallegan forleik kannski?

Já, sumir hafa óbilandi álit á eigin ágæti. Hann þætti töfrandi sjarmur.

Sjálfsagt var hann það á yngri árum. Glansmyndin var að vísu aðeins farin að eldast. Tennurnar gular og augun svo lítil og pírð að það var erfitt að sjá hvernig þau voru á litin. En vissulega eitthvað við hann - man bara ekki alveg hvað það var.

Á endanum tjáði ég herranum að ég væri lítið fyrir að hlusta á kynlífsreynslu þeirra sem ég væri í sambandi með. Og klámmyndir þættu mér ekki spennandi. Eiginlega væru þær fyrir í sambandinu.

Merkilegt nokk hætti raupið og eflaust minnkaði klámmyndaáhorf líka. Það merkilega var, að þar með virtist herra Casanova missa löngun til kynlífs. Þetta mikla kyntákn og kynlífströll. 

Allt búið.

Skreið uppí rúm seint og um síðir og fór að sofa. Enginn áhugi.

Ég velti því fyrir mér hvort það væri ég? Nei fjandakornið. Ég var alveg jafn álitleg og áður.

En herra Casanova var greinilega búinn að missa mojo-ið. 

Okkar leiðir skyldu. Það voru búin að vera rauð blikkandi ljós alllengi sem mér láðist að taka eftir. En var ekki hægt að útiloka endalaust. Hinn töfrandi Casanova var ekki jafnt töfrandi karakter þegar allt kom til alls. Minnti mig stundum á reiðan ungling sem vildi fá sínu framgengt.

"Ég er vanur að fá það sem ég vil".

Gott og vel - finndu það annarsstaðar, hugsaði ég. Samband búið.

Ég varð svo ekki hissa þegar ég frétti að herra Casanova var farinn að gera hosur sínar grænar fyrir elstu og bestu vinkonu minni. Minntist sögunnar góðu. Sú hin sama var hinsvegar ekki impressed.

Þvílíkur sjarmur - not.

Að sjálfsögðu heyrir maður af honum af og til klípandi í rassa. Lítill heimur jú nó.

Gott mál - bara svo lengi sem hann lætur minn íðilfagra afturenda í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband