Facebook afhjúpanir

Kosturinn við að vera einn og sér og sjálfur er meðal annars sá að ef þú hittir bráðmyndarlegann náunga, er ekkert að því að taka smá tvist í svefnherberginu. Það má.

Ég hitti einn svona gordjöss um daginn og - PÚMM - við skulum ekkert fara útí smáatriði næturinnar. Nema að hún var himnesk.

Við áttum stefnumót strax kvöldið eftir og ég addaði honum á facebook. Hann samþykkti - rétt áður en ég átti von á honum. Planið var cozykvöld með góðum bíómyndum og kynferðislegu ívafi.

Þegar ég sá myndina af honum brá mér svolítið í brún. Við hlið hans á myndinni stóð þessi gullfallega kona. Ég kíkti á statusinn - "í sambandi með........"

Úff. Hvað var í gangi eiginlega. 

Dyrabjallan hringdi. Þarna stóð hann. Hár og myndarlegur, með þrjár myndir í hendinni. Svolítið vandræðalegur. "Sko - þetta er ekki eins einfalt og það lýtur út fyrir að vera" sagði hann að fyrra bragði. 

Það kom í ljós að kærastan var búsett erlendis og ekki var alveg ákveðið um framhald sambandsins. En þar sem maðurinn var skráður í samband ákvað ég að láta kúr og bíómynd duga. Sleppa kynlífsívafinu þar til málin skýrðust. Nóg samviskubit hafði ég yfir að hafa átt dásamlega nótt með fráteknum manni.

Hann var áfram facebookvinur minn og við spjölluðum stundum, en hittumst ekki. 

Eitt kvöldið fékk ég skilaboð. "Hæ elskan". Ég svaraði til baka. Við spjölluðum smá á ljúfu nótunum og hann vildi fá að koma í heimsókn á næstunni. Ég spurði hvernig væri með dömuna? "Hún er sofandi" var svarið. Ég kváði. "Hjá þér?" Jú - þau voru byrjuð að búa saman.

Samtalið endaði á kurteisu nótunum þar sem ég óskaði honum velferðar í sambandinu.

Af einhverjum ástæðum tók ég hann samt ekki út sem vin. En bryddaði ekki uppá samræðum við hann eftir þetta. 

Eitt kvöldið poppaði hann upp. " Hæ elskan - saknarðu mín sæta?"

Ég tékkaði á statusnum hjá honum. "Trúlofaður".

Án frekari orðaskipta eyddi ég honum af vinalistanum.

Það eru mörk í samböndum fjandakornið. En maður hefur líka siðferðiskennd sem einstaklingur.

Fráteknir einstaklingar eru fráteknir - og ég kem ekki nálægt þeim.

Vil ekki valda fólki sársauka - hvort sem ég þekki það eða ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband