Kærustur/kærastar

Nýtt samband. Tilfinningahitinn í hámarki. Fallegu orðin á færibandi. Algjört bliss. Bleika skýið.

Hann strauk hárið á henni og andaði ilmi þess að sér. " Þú ert svo falleg elskan. Það fallegasta sem ég hef nokkurn tíma séð" Hún andvarpaði og brosti. Hamingjusöm. Þau gátu sagt hvoru öðru allt. Alla sína drauma, talað um fortíðina.

"Það góða við þig er elskan, þú ert svo náttúruleg. Ég þoli ekki kvenfólk sem er alltaf stífmálað og pikkast um á háum hælum. Skil ekki þannig konur. Átti reyndar þannig kærustu einu sinni - byrjaði morguninn á að klína einhverju í andlitið á sér. Úff. Nei - þú ert alvöru"

Hún stundi af ánægju. Hafði aldrei lært listina sem felst í réttri, dagförðun, kvöldförðun, skemmtiförðun, förðun yfirleitt. Maskari var eina snyrtidótið. Glætan að halda jafnvægi á hælaháum skóm og hún var alveg eins og hann vildi hafa hana. Gallabuxur, strigaskór, bros á vör. Þau eyddu dágóðum tíma í að hlæja saman að alls kyns týpum. Make-up dollunum, vöðvaræktargaurunum, sílíkon dúllunum. 

"Fallega góða stúlkan mín"

"Fallegi skemmtilegi kærastinn minn"

En svona tímar taka enda. Þannig er gangur lífsins. 

Árum síðar sá hún hann með nýjustu kærustunni. Það var nokkuð augljóst að góður tími hafði farið í hina fullkomnu förðun þennan morguninn. Hælarnir á skónum voru amk. 6 sentimetra á hæð. Hún velti því fyrir sér hvort brjóstin væru ekta.

Hún flissaði með sjálfri sér og velti fyrir sér hvernig koddahjalið væri hjá honum núna. Það hlyti að hafa breyst því annars væri hann örugglega með 6 sentimetra djúpa holu í rassinum.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband