Atburður dagsins - ótrúlegur.

Það er hálfur mánuður á morgun síðan faðir litlunnar tók hana héðan með valdi.

Ekki með hennar vilja og ekki með mínum. Guð einn veit hvað honum vill til, ekki veit ég það.

Málið er komið í barnaverndarnefndir bæði í Reykjavík og Kópavogi. Mín von er að loksins sjái einhvert yfirvald eitthvað athugavert við svona framkomu gagnvart litlu barni.

Hann lofar þó að koma með hana á morgun - eins gott að hann standi við það, annað yrði barninu mínu offviða.

Í dag sat ég í blíðviðrinu framan við kaffihús í Reykjavík ásamt vini mínum. Vorum búin að njóta blíðunnar í miðborginni í nokkurn tíma.

Þá sé ég hvar þau koma. Barnsfaðir minn og litla dóttir mín. Setjast skammt frá og panta eitthvað.

Að sjálfsögðu röllti ég til hennar og tek utan um hana. Hún faðmaði mig að sér - bað mig um að fara ekki. Ég sagðist ekkert vera að fara, sæti þarna rétt hjá og hún gæti komið til mín þegar hún vildi.

Ég sá bros á litla alvarlega andlitinu hennar.

Skömmu síðar kemur hún hlaupandi í fangið á mér. Það eru tár í litlu augunum.

"Mamma - ég elska þig og ég sakna þín".

Ég faðmaði litla barnið mitt og sagði það sama við hana. Hún kæmi heim á morgun og allt yrði í lagi. Hún þyrfti ekki að gráta.

Faðir hennar kom stuttu síðar og leiddi hana burt. Hún hlýddi. Vonandi með gleði í hjarta, vitandi að hún kæmi heim á morgun.

Hendurnar á mér skulfu þegar ég reyndi að fá mér sopa af kaffinu mínu. Vinur minn, sem aldrei hafði séð þá litlu áður var furðu lostinn. Ekki furða. Ég útskýrði málið í fáum setningum, vildi svo ekki tala um það meir. Langar ekki að fólk kynnist mér sem einhverju "braki" sem á í svona vanda. En það er jú staðreyndin - vandinn sko.

Kannski sé ég hann aldrei meir fyrir vikið. Það verður að hafa það.

En það er eins gott að litlu telpunni minni verði skilað á morgun - annars brestur litla hjartað alveg.

Það er líka eins gott að barnaverndaryfirvöld taki tillit til litlu telpunnar minnar. Næg eru vitnin.

Af hverju er til svona fólk?

Hvað gerði hún til að eiga þetta skilið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað þetta er sárt mín kæra.  En ef þessi vinur þinn lætur ekki sjá sig eftir svona uppákomu, þá er hann ekki verður vináttu þinnar.  Vonandi rætist úr þessu hjá þér og vonandi kemur litla stúlkan þín heim á morgun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband