Sannleikurinn

Alla daga reyni ég að vera æðrulaus. Taka hverjum degi eins og hann er.

Sátt?

Nei.

Ég er fangi í þessum veruleika. 

Á svo margt gott til að gera, býðst svo mörg tækifæri í ýmsum málum. Gæti verið á fullu í að gera alls kyns skemmtilega hluti. Sem ég þarf að neita. Þarf að sinna öðrum málum.

Horfi stundum á allt það sem mér býðst að taka þátt í næstum með tárin í augunum. 

Hef ekki efni á barnapíu. Hef ekki barnsföður sem sýnir ábyrgð. Á ekki foreldra á lífi. Ekki systkini á landinu. Aðrir sem ég þekki eru uppteknir af vinnu - eðlilega.

Hef komist að því að fólk forðast þau vandamál sem ég stend í. Þau eru íþyngjandi. Flestir eru hræddir við að blandast í eitthvað vesen. Ég reyni ekki að tala við karlmenn eða kynnast þeim. Veit að þessar aðstæður eru ekki fyrir hvern sem er.

Það sem ég hef hins vegar fundið eru sannar hetjur. Fólk sem þorir að taka þátt í lífi konu sem berst fyrir sér og sínum.

Vitiði hvað það eru fáir?

Skammarlega fáir.

Jafnvel þótt fólki sé engin hætta búin þá hörfar það og felur sig bak við afsakanir. Bakkar og hverfur jafnvel. Bestu vinirnir horfnir. 

Merkilegt.

Þegar allt er eins og í bandarískri draumamynd - þá svermir fólkið að. Um leið og eitthvað gerist - sem þú hefur ekki áhrif á, en berst á móti - allir horfnir. Farnir í næstu bandarísku draumamynd og þú færð ekki að vera með.

Ég fékk smá skýringu í dag.

Þú stendur í "deilum".

Fjandakornið - ég stend ekki í neinum deilum. Hata deilur. En ég stend með börnunum mínum alla leið.

En það er nóg til að fá ekki að vera með. Ekki gjaldgeng. Ég berst fyrir velferð barnsins míns. Ekki gift, ekki til í allt, ekki gallalaus, vandamálapakki í kringum mig.

Gölluð.

Það sem mér er ekki sama.

Fólk með svona hugsunarhátt, karlmenn eða kvenmenn, geta bara brosað framan hina vammlausu félagana og skellt hurðum á raunveruleikann. Þar til þau festast þar sjálf.

Ég mun samt vera áfram vinkona/vinur þeirra

Enda tel ég mig þroskaðari en svo að láta umhverfið mig skipta.

Yfirborðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

DUGLEGUST... Átt eftir að standa uppi sem sigurvegari .. knús !

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 18.8.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 dugar víst ekkert annað en að berjast.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband